Verslun
Leit
Davið Kristján Ólafsson í landsliðshópinn
Landslið
A karla

Breyting hefur verið gerð á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir janúarleikina við Úganda og S-Kóreu. Davíð Kristján Ólafsson kemur inn fyrir Guðmund Þórarinsson.  Davíð Kristján hefur leikið tvo A-landsleiki og hafa þeir báðir verið í janúarverkefnum, vináttuleikir gegn Eistlandi 2019 og Kanada 2020. 

Ísland mætir Úganda 12. janúar og Suður-Kóreu 15. janúar og fara báðir leikirnir fram í Tyrklandi.