Verslun
Leit
Landslið
UEFA
uefa_merki

Í dag kl.10:45 verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla.  Úrslitakeppnin fer fram í Belgíu.  Átta þjóðir eru í pottinum og skiptast þær í tvo riðla.  Hægt er að fylgjast með drættinum á www.uefa.com.

Þjóðirnar átta eru ásamt Íslendingum og gestgjöfum Belga, Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Úkraína og Spánn.  Tvær efstu þjóðir hvors riðils komast í undanúrslit og tryggja sér um leið sæti á HM U17 sem fram fer í Suður Kóreu.  Þjóðirnar sem hafna í þriðja sæti hvors riðils, leika svo innbyrðis um fimmta sæti Evrópu á HM.  Úrslitakeppni EM fer fram dagana 2. - 13. maí.