Dregið verður í lokakeppni EM A landsliða kvenna 2022 fimmtudaginn 28. október í Manchester á Englandi, en lokakeppnin fer fram þar í landi í júlí næsta sumar. Drátturinn verður í beinu streymi á vef UEFA og einnig á vef RÚV og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.
Opnunarleikur keppninnar fer fram á Old Trafford 6. júlí og úrslitaleikurinn á Wembley 31. júlí. Leikið verður í átta borgum víðsvegar um England og má sjá hér að neðan hvar riðlarnir eru leiknir.
Ísland verður í fjórða styrkleikaflokki í drættinum, en árangur liða í síðustu þremur undankeppnum og lokakeppnum ræður röðun liða í styrkleikaflokka.
Styrkleikaflokkarnir
Flokkur eitt
Flokkur tvö
Flokkur þrjú
Flokkur fjögur