Verslun
Leit
Landslið

Dregið var í riðla í undankeppni HM A landsliða kvenna 2003 í morgun. Ísland dróst í riðil með Rússlandi, Ítalíu og Spáni, en ljóst er að riðillinn er mjög erfiður, enda hefur íslenska liðið leikið gegn öllum þessum liðum áður. Sigurvegari riðilsins fer beint í úrslitakeppnina í Kína, en liðið í 2. sæti leikur aukaleiki um eitt laust sæti Evrópu í lokakeppninni. Sú þjóð sem sem lendir í 4. og neðsta sæti riðilsins leikur um fall í 2. styrkleikaflokk. Undankeppni HM 2003 hefst næsta haust.