Valmynd
Flýtileiðir
31. júlí 2007
Fanndís Friðriksdóttir varð markahæst á nýafstaðinni úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna, ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Fanndís, hin enska Ellen White og Frakkinn Mary-Laure Delie skoruðu allar þrjú mörk.
Fanndís skoraði öll mörk Íslands í riðlakeppninni og þar sem íslenska liðið komst ekki áfram fékk hún ekki tækifæri til að bæta við mörkum. White gerði eitt mark í riðlakeppninni og tvö í undanúrslitaleiknum gegn Norðmönnum. Delie gerði tvö mörk í riðlakeppninni og eitt í undanúrslitaleik gegn Þjóðverjum.