Verslun
Leit
Knattspyrnufólk Ársins 2025 (1)

Fimm knattspyrnumenn fengu atkvæði í kosningu á Íþróttamanni ársins.

Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu árlega og að þessu sinni voru það Glódís Perla VIggósdóttir, Hákon Arnar Haraldsson, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Albert Guðmundsson og Jóhann Berg Guðmundsson sem fengu atkvæði í kosningunni.

Glódís Perla, sem var kjörin Íþróttamaður ársins 2024, fékk 142 stig og endaði í fimmta sæti. Hákon Arnar Haraldsson varð í sjötta sæti með 115 stig. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í 13. sæti með 38 stig, Albert Guðmundsson í 14. sæti m eð 35 stig og Jóhann Berg Guðmundsson í 22.-23. sæti með tvö stig.

Í kosningunni um þjálfara ársins fengu þrír knattspyrnuþjálfarar atkvæði. Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Írlands, endaði í þriðja sæti með 38 stig. Freyr Alexandersson, þjálfara karlaliðs Brann, varð í fimmta sæti með 15 stig. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings R., endaði í níunda sæti með 3 stig.

Lið ársins var einnig kjörið og varð kvennalið Breiðabliks í öðru sæti þar sem 64 stig og karlalið Víkings R. endaði í sjötta sæti með þrjú stig.