Verslun
Leit
Flottur sigur hjá U15 kvenna gegn Portúgal
Landslið
A kvenna

U15 kvenna vann góðan 3-0 sigur gegn Portúgal í vináttuleik.

Leikurinn var fyrri af tveimur leikjum liðanna núna í byrjun maí, en liðin mætast aftur á fimmtudag. Sá leikur hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Youtube rás KSÍ.

Lilja Þórdís Guðjónsdóttir skoraði tvö mörk og Edith Kristín Kristjánsdóttir eitt. Fyrra mark Lilju Þórdísar var með hennar fyrstu snertingu í leiknum og það síðara aðeins fjórum mínútum eftir að hún kom inn á völlinn.