Valmynd
Flýtileiðir
2. desember 2025
U19 kvenna vann frábæran 5-0 sigur á Kosóvó í síðasta leik sínum í fyrri umferð undankeppni EM 2026.
Ísland leikur því áfram í A deild í seinni umferð undankeppninnar.
Berglind Freyja Hlynsdóttir skoraði tvö mörk og þær Karlotta Björk Andradóttir, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir og Freyja Stefánsdóttir skoruðu allar sitt markið hver.
Dregið verður í seinni umferðina 10. desember næstkomandi.