Verslun
Leit
Fyrsti leikur Íslands á EM á þriðjudag
Landslið
U19 karla

U19 lið karla spilar sinn fyrsta leik á lokakeppni EM á þriðjudag. Mótið fer fram á Möltu og mætir Ísland Spáni í sínum fyrsta leik. Í lokakeppninni spila 8 lið í tveimur riðlum og er Ísland í B-riðli með Spáni, Grikklandi og Noregi. A-riðill samanstendur af Ítalíu, Portúgal, Möltu og Póllandi.

Leikurinn gegn Spáni hefst klukkan 19:00 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

EM U19 karla