Verslun
Leit
U19 kvenna mætir Belarús
Landslið
U19 kvenna

U19 kvenna vann frábæran 6-2 sigur gegn Skotlandi í fyrsta leik sínum í fyrstu umferð undankeppni EM 2024.

Katla Tryggvadóttir skoraði þrennu og þær Bergdís Sveinsdóttir, Sigdís Eva Bárðardóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoruðu allar eitt mark.

Ísland mætir næst Belarús á föstudag og hefst sá leikur kl. 13:00.