Verslun
Leit
Landslið
Knattspyrnusamband Íslands
ksi_merki

Rétt í þessu lauk leik Íslands og Tyrklands í fyrsta leiknum í fjögurra þjóða móti í Svíþjóð.

Leikurinn var jafn í byrjun en eftir að leikmanni Tyrkja var vikið af leikvelli á 12. mín var íslenska liðið sterkara og komst yfir á 19. mínútu með marki Birkis Bjarnasonar.  Eggert Gunnþór Jónsson skoraði annað mark á 68. mínútu og skömmu síðar varði Þórður Ingason vítaspyrnu Trykja. Elvar Freyr Arnþórsson skoraði þriðja mark Íslands á 74. mín áður en Tyrkir skorðuð á lokamínútunum.

Góður 3-1 sigur á Tyrkjum því staðreynd. Næsti leikur er gegn Svíum á fimmtudag.

Leikskýrslan