Frakkar tefla fram gríðarlega sterkum leikmannahópi gegn Íslandi í undankeppni EM næsta laugardag. Í hópnum er góð blanda eldri og reyndari leikmanna annars vegar og ungra og efnilegra hins vegar.
Leikreyndustu leikmennirnir í hópnum eru tengiliðurinn Sandrine Soubeyrand (120 leikir), framherjinn Hoda Lattaf (110 leikir) og varnarmaðurinn Sonia Bompastor (90 leikir), þannig að hryggurinn í liðinu - miðvörður, miðtengiliður, miðframherji - er gríðarlega reynslumikill.
Í 18 manna hópi Frakkanna er meðal landsleikjafjöldinn tæplega 37 leikir, miðað við tæplega 23 leiki að meðaltali í 22 manna hópi Íslands.