Dagana 29. október til 6. nóvember 2024 fer fram hér á landi riðill í undankeppni EM U17 landsliða karla. Ásamt Íslandi eru í riðlinum Eistland, Norður-Makedónía og Spánn. Um er að ræða umfangsmikið verkefni og leitar KSÍ að áhugasömum einstaklingum til að aðstoða við keppnina í ýmsum hlutverkum. Á meðal hlutverka er að vera TLO (Team Liaison Officer) með gestaþjóðunum þremur.
Hvað er TLO?
TLO (Team Liaison Officer) er tengiliður á milli þess liðs sem hann sér um og skipuleggjenda mótsins. Á meðan á mótinu stendur þá þarf TLO að vera til staðar fyrir það lið sem hann er að vinna fyrir.
Hver eru verkefnin?
Hefurðu áhuga eða viltu vita meira? Hafðu samband við Hafstein Steinsson (hafsteinn@ksi.is) og við tökum vel á móti þér.