Verslun
Leit
Landslið
Helgi Valur Daníelsson
helgi_valur

Fleiri skörð hafa verið höggvin í landsliðshópinn sem mætir Svíum í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli á miðvikudag. Veigar Páll Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson verða ekki með vegna meiðsla og veikinda. Ekki er ljóst þegar þetta er ritað hvort kallað verði á aðra leikmenn í þeirra stað.