Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00. Miðasala er í fullum gangi á ksi.is og midi.is og gengur mjög vel.
Búist er við að Spánverjar mæti með sterkt lið hingað til lands en þeir munu tilkynna sinn hóp á föstudaginn kl. 10:30 að íslenskum tíma.