Á sunnudaginn mætir A landslið kvenna öflugu liði Belgíu í Manchester. Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur á risaskjá og í topp hljóðgæðum á EM torginu á Ingólfstorgi. EM torgið er heimavöllur íslenska liðsins á Íslandi og búast má við frábærri stemningu á sunnudaginn. Útlit er fyrir hægan vind og þurrt veður.
Rás 2 verður á svæðinu í beinni útsendingu og sér um að halda uppi fjörinu. Allir leikir keppninnar verða svo áfram í beinni útsendingu á torginu. Það eru Icelandair, Coca-Cola, Landsbankinn og N1 sem einnig eru meðal bakhjarla KSÍ sem standa að EM torginu ásamt Reykjavíkurborg og KSÍ.
Leikir Íslands í riðlakeppninni:
Sunnudaginn 10. júlí
Fimmtudaginn 14. júlí
Mánudaginn 18. júlí
Nánari upplýsingar veitir:
Gunnar Lár Gunnarsson
Manhattan Events
s. 690 6999
e. gunnar@manhattan.is