Verslun
Leit
Ísland - Grikkland mánudaginn 10. júlí
Landslið
U19 karla

Mynd: Hulda Margrét

 

U19 lið karla spila sinn þriðja leik á EM á Möltu mánudaginn 10. júlí klukkan 19:00 þegar liðið mætir Grikklandi.

Leikurinn er í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar og eru góðar líkur á því að íslenska liðið fari í undanúrslit með sigri í leiknum. Noregur og Spánn eiga einnig leik á sama tíma.

Liðin hafa mæst fimm sinnum í þessum aldursflokki, þar af hafa Grikkir unnið þrjá leiki, einn leikur hefur endað í jafntefli og Ísland unnið einn leik, sem er jafnframt síðasti leikur sem liðin spiluðu á móti hvort öðru.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV 2 klukkan 19:00.