Valmynd
Flýtileiðir
9. júlí 2005
U17 landslið kvenna hafnaði í 8. sæti Opna Norðurlandamótsins, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Finnar höfðu betur gegn okkar stúlkum í leik um 7. sætið fyrr í dag, unnu með þremur mörkum gegn einu.
Finnar voru sterkari lengst af og náðu þriggja marka forystu áður en Agnes Þóra Árnadóttir minnkaði muninn fyrir íslenska liðið.
Noregur og Þýskaland leika til úrslita síðar í dag.
