Styrkleikaflokkun fyrir Evrópuhluta undankeppni HM A landsliða karla 2022 hefur verið opinberuð og er Ísland í 3. styrkleikaflokki á meðal Evrópuþjóða. Flokkarnir eru 6 og þátttökuþjóðirnar allar 55 aðildarþjóðir UEFA. Riðlarnir verða því 10 talsins - Fimm sex liða riðlar og fimm riðlar með fimm liðum. Dregið verður í riðla í höfuðstöðvum FIFA í Zürich í Sviss 7. desember næstkomandi. Fulltrúar liðanna verða ekki viðstaddir og viðburðurðinn verður sýndur beint á vef FIFA.
Allt um undankeppni HM 2022 á vef FIFA
Efsta lið hvers riðils kemst beint í lokakeppni HM í Katar 2022 og liðin sem hafna í 2. sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni, ásamt tveimur liðum með bestan árangur í Þjóðadeild UEFA af þeim sem ekki hafa þá þegar tryggt sér sæti í lokakeppninni eða umspilinu í gegnum undankeppnina (1. eða 2. sæti í sínum riðli).
Styrkleikaflokkarnir byggja á röð liða á styrkleikalista FIFA og líta svona út:
* Ísland og Færeyjar geta ekki dregist saman í riðil vegna veðurfarslegra þátta.