Næstkomandi sunnudag verður dregið í undankeppni HM 2010 í Suður Afríku og fer drátturinn fram í Durban. Ísland er í 5. styrkleikaflokki en níu þjóðir eru í hverjum styrkleikaflokki nema þeim síðasta sem skipaður er 8 þjóðum.
Drátturinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma en klukkutíma síðar má búast við að dregið verði í riðla Evrópuþjóðanna. Þjóðirnar 53 eru dregnar í níu riðla og tryggir sigurvegari hvers riðils sér þátttökurétt á HM í Suður Afríku. Þær 8 þjóðir með bestan árangur í öðru sæti riðlanna 9 fara síðan í umspil. Þar er leikið heima og heiman og sigurþjóðirnar fjórar tryggja sér sæti á HM.
Styrkleikaflokkarnir eru sex og eru, eins og áður sagði, níu þjóðir í hverjum flokki nema þeim sjötta sem skipaður er átta þjóðum. Byrjað er að draga úr neðsta styrkleikaflokki og er þeim þjóðum er hann skipað raðað í riðla 1 til 8. Því næst er dregið úr 5. styrkleikaflokki og fara þær þjóðir í riðla 1 til 9 og þannig koll af kolli. Sex þjóðir munu skipa riðla 1 til 8 en fimm þjóðir riðil 9 en engin þjóð úr neðsta styrkleikaflokki verður í riðli 9.
Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:
Ítalía
Spánn
Þýskaland
Tékkland
Frakkland
Portúgal
Holland
Króatía
Grikkland
England
Rúmenía
Skotland
Tyrkland
Búlgaría
Rússland
Pólland
Svíþjóð
Ísrael
Noregur
Úkraína
Serbía
Danmörk
Norður Írland
Írland
Finnland
Sviss
Belgía
Slóvakía
Bosnía
Ungverjaland
Moldavía
Wales
Makedónía
Hvíta Rússland
Litháen
Kýpur
Georgía
Albanía
Slóvenía
Lettland
Ísland
Armenía
Austurríki
Kazakhstan
Azerbaijan
Liechtenstein
Eistland
Malta
Luxemburg
Svartfjallaland
Andorra
Færeyjar
San Marínó