Valmynd
Flýtileiðir
20. janúar 2026
Leikur Íslands og Englands í undankeppni HM 2027 fer fram á City Ground í Nottingham.
Liðin mætast laugardaginn 7. mars og hefst leikurinn 12:30 að íslenskum tíma.
Um er að ræða annan leik liðanna í undankeppni HM 2027, en Ísland mætir Spáni í fyrsta leik sínum í keppninni 3. mars.
Almenn miðasala á leikinn hefst í lok janúar og verður framkvæmd hennar fyrir íslenska stuðningsmenn tilkynnt síðar.