Verslun
Leit
Ísland - Tékkland á föstudag
Landslið
U19 kvenna

U19 lið kvenna spilar sinn annan leik á EM í Belgíu föstudaginn 21. júlí þegar það mætir Tékklandi. Tékkland tapaði sínum fyrsta leik eins og Ísland og eru liðin því jöfn á stigum á botni riðilsins. Hin liðin í riðlinum, Frakkland og Spánn spila einnig sama dag.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst klukkan 15:30.

Liðin hafa mæst þrisvar áður í þessum aldursflokki og hafa Tékkar unnið tvo sigra og Ísland einn.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið, enda er ennþá allt opið í riðlinum, og góður möguleiki á að komast í undanúrslit.