Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi 7. október. Samkomutakmarkanir sem tóku gildi 5. október gilda óbreyttar annars staðar á landinu. Gildistími þessara takmarkana er til og með 19. október.
Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog.
Hertar takmarkanir fela m.a. í sér eftirfarandi:
Börn fædd 2005 og síðar: