Síðastliðinn laugardag lék landslið kvenna skipað leikmönnum 21 árs og yngri gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð. Íslenska liðið komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Rakel Logadóttir setti knöttinn í mark Svíanna. Sænsku stúlkurnar náðu svo að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks og urðu það lokatölur leiksins, 1-1. Lið Íslands lék með sorgarbönd í leiknum vegna andláts Rafns Hjaltalíns, en hann lést aðfaranótt föstudagsins 9. júní. Á myndinni má sjá byrjunarlið Íslands.
|
Efri röð frá vinstri: Elfa B. Erlingsdóttir, Hjördís Þorsteinsdóttir, Guðrún S. Gunnarsdóttir, Hrefna B. Jóhannesdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Erna B. Sigurðardóttir. Neðri röð frá vinstri: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Edda Garðarsdóttir (fyrirliði), Þóra B. Helgadóttir , Katrín Jónsdóttir, Rakel Logadóttir. |