Verslun
Leit
Jafntefli niðurstaðan í Austurríki
Landslið
A kvenna
EM 2025

Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í dag.

Austurríki var 1-0 yfir í hálfleik eftir að hafa komst yfir eftir vítaspyrnu á 25. mínútu leiksins. Ísland fékk góð tækifæri í fyrri hálfleik til að jafna metin en boltinn fór ekki inn.

Ísland hélt góðri pressu í seinni hálfleik en enn stóð á mörkunum. Á 74. mínútu dró til tíðinda þegar vítaspyrna var dæmd á Austurríki. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fór á vítapunktinn og skoraði örugglega úr spyrnunni.

Eftir leikinn er Ísland með fjögur stig eins og Austurríki. Liðin mætast aftur næsta þriðjudag á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 19:30.

Miðasala er í fullum gangi á Tix.is.