Valmynd
Flýtileiðir
10. október 2006
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið Keflvíkinginn Jónas Guðna Sævarsson og FH-inginn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Svíum í undankeppni HM á miðvikudag. Þeir Jónas og Ásgeir, sem báðir eru nýliðar í A landsliðinu, koma í stað Veigars Páls Gunnarssonar og Helga Vals Daníelssonar, sem heltust úr lestinni fyrr í dag vegna meiðsla og veikinda. Jónas Guðni á leiki að baki fyrir öll yngri landslið Íslands, en Ásgeir hefur ekki leikið fyrir Íslands hönd.