Valmynd
Flýtileiðir
23. október 2000
Í dag var Jörundur Áki Sveinsson ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna næstu tvö árin, 2001 og 2002. Jörundur mun jafnframt stýra U21 landsliði kvenna sama tímabil. Jörundur þjálfaði mfl. kvenna hjá Stjörnunni 1996 og 1997. Hann tók við kvennaliði Breiðabliks 1998 og hefur þjálfað það síðan. Jörundur var þjálfari U21 landsliðs kvenna í ár. Næsta verkefni A landsliðs kvenna er þátttaka í forkeppni HM kvenna 2003 og hefst keppnin haustið 2001.