UEFA kynnti á dögunum lágmarksstaðla fyrir A landslið kvenna í Evrópu. Markmiðið með stöðlunum er að auka gæði, þróa og styðja við A landslið kvenna í Evrópu.
Staðlarnir, sem framkvæmdastjórn UEFA samþykkti einróma, ná yfir íþróttina, stjórnarhætti, æfingar, læknisþjónustu, þjálfun, velferð leikmanna, gistiaðstöðu og þóknun.
Hér má sjá dæmi um þá staðla sem þarf að uppfylla:
Hvert sérsamband fær 100.000 Evrur, sem samsvarar um 14,5 milljónum króna, á ári til ársins 2028 til að uppfylla staðlana.
Hægt er að lesa nánar um staðlana á heimasíðu UEFA með því að smella hér.