Verslun
Leit
Landslið
asgeir2
asgeir2

Knattspyrnusambandið hefur samið um vináttulandsleik við landslið Venesúela á Laugardalsvelli 17. ágúst n.k.  Þetta verður fyrsta viðureign þjóðanna en Venesúela er sem stendur í 9. sæti í Suður-Ameríku riðli undankeppni HM.

Þá hefur knattspyrnusambandið einnig samið um vináttulandsleik gegn Pólverjum í Varsjá 7. október.  Pólverjar eru sem stendur í efsta sæti í sínum riðli í undankeppni HM.