Verslun
Leit
DSC 6800

Leikstöðuæfingar KSÍ og Eimskips - Þjálfarar velkomnir

Í vikunni fara fram í Miðgarði í Garðabæ leikstöðuæfingar KSÍ og Eimskips fyrir varnarmenn. Leikmenn munu æfa varnarleik og vinna heimaverkefni tengt varnarleik.  Landsliðsþjálfarar yngri landsliða Íslands þjálfa á æfingunum ásamt fyrrum landsliðsmönnum karla og kvenna.

KSÍ vill minna alla þjálfara félaga á að þeir eru velkomnir að sitja alla fundi og fylgjast með öllum æfingum.

Strákar æfa þriðjudaginn 20. jan og miðvikudaginn 21. jan.

Stelpur æfa fimmtudaginn 22. jan og föstudaginn 23. jan.

Dagskráin er eins alla daga

  • 9.00 Mæting 
  • 9.20 Fundur
  • 9.45 Æfing
  • 11.30 Fundur
  • 12.00 Dagskrá lýkur

Allar nánari upplýsingar má finna hér.

Þeir þjálfarar sem hafa áhuga á að fá sent kennsluefni æfinganna vinsamlegast hafa samband við david@ksi.is.