Ákveðnir hafa verið leiktímar á landsleiki Íslendinga í riðlakeppninni fyrir EM 2008. Um er að ræða leiki gegn Norður-Írum, Dönum og Svíum. Leikirnir gegn Danmörku og Svíþjóð eru leiknir heima en leikurinn gegn Norður-Írum fer fram í Belfast.
Leiktímar eru eftirfarandi:
Norður Írland - Ísland Belfast 2. september kl. 15:00 (14:00 ísl. tíma)
Ísland - Danmörk Laugardalsvöllur 6. september kl. 18:05
Ísland - Svíþjóð Laugardalsvöllur 11. október kl. 18:05
Leikurinn gegn Norður-Írum er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn en leikirnir gegn Danmörku og Svíþjóð verða í beinni útsendingu hjá RUV.