Verslun
Leit
Landslið
EM U21 landsliða karla
em_u21_karla

Lokaumferðin í undankeppni EM U21 landsliða karla fer fram á þriðjudag.  Ísland mun hafna í fjórða sæti 8. riðils, hvernig sem leikir dagsins fara, en íslenska liðið getur þó haft áhrif á lokastöðu riðilsins.

Króatar eru lang efstir og því öruggir áfram í keppninni.  Baráttan um 2. sætið stendur á milli Svía og Ungverja og þar sem Íslendingar leika gegn Svíum í Eskilstuna á þriðjudag geta þeir haft mikil áhrif á það hvort sænska liðið komist áfram í keppninni eður ei.

Leikur Svíþjóðar og Íslands fer sem fyrr segir fram á þriðjudag og hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma.

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að efstu tvö liðin úr riðlunum átta leika í 16-liða úrslitum um sæti í lokakeppninni.  Þau lið sam hafna í efstu sætum riðlanna eru dregin gegn liðum sem hafna í 2. sæti og er leikið heima og heiman.  Sigurvegarar þeirra viðureigna komast í lokakeppnina.