KSÍ getur nú staðfest að A landslið karla muni leika tvo vináttulandsleiki í Kanada í komandi mars-leikjaglugga, þar sem íslenska liðið mætir Kanada og Haítí. Áður hafði verið tilkynnt um vináttuleik við Mexíkó í mexíkósku borginni Queretaro 25. febrúar, en sá leikur er ekki í FIFA-glugga.
Vináttuleikirnir við Kanada og Haítí eru hluti af leikjaseríu fjögurra þjóða þar sem hver þjóð leikur tvo leiki. Kanada, Haítí og Túnis eru á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni HM 2026 í Norður-Ameríku.
Laugardagur 28. mars: Kanada – Ísland
Laugardagur 28. mars: Túnis - Haítí
Þriðjudagur 31. mars: Haítí - Ísland
Þriðjudagur 31. mars: Kanada - Túnis
Allir fjórir leikirnir fara fram á Canada BMO Field leikvanginum í Ontario – tveir leikir á dag á sama leikvanginum (leiktímar liggja ekki fyrir).