Áhorfendur á leik Íslands og Spánar eru hvattir til að mæta vel tímanlega á leikinn á laugardag til að forðast biðraðir og til að hita upp fyrir leikinn.
Veitingasalan verður opin, þannig að upplagt er að fá sér snarl á vellinum
Boðið verður upp á andlitsmálningu
Áfram Ísland klúbburinn verður á staðnum með ýmsan skemmtilegan varning
Dreift verður bláum bolum með textanum að þjóðsöngnum prentuðum á
Laugardalsvöllurinn verður vígður með formlegri athöfn úti á velli
Jóhann Friðgeirsson mun syngja þjóðsönginn
Og fleira og fleira.
Í hálfleik mun síðan Ingó Idol halda uppi stuðinu og þá er um að gera að syngja með, enda er Ingó fótboltakappi sem veit um hvað þetta snýst allt saman.