Verslun
Leit
Landslið

A landslið karla gerði markalaust jafntefli við Möltu í undankeppni HM 2006 á laugardag, en leikið var á Ta' Qali leikvanginum á Möltu. Lítið var um færi í leiknum, en óhætt er að segja að Maltverjar hafi fengið fleiri góð færi en íslenska liðið, sem er nú aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum. Ísland leikur gegn Svíþjóð á Laugardalsvelli á miðvikudag.