A landslið kvenna gerði markalaust jafntefli gegn Noregi á Þróttarvelli í Þjóðadeild UEFA.
Bæði lið voru nokkuð jöfn og sköpuðu sér færi, sér í lagi íslenska liðið sem átti þó nokkur góð færi í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik þó svo að hann hafi byrjað á rólegari nótum. Á stuttum kafla átti Ísland bæði skot í slánna og stöngina en aftur vildi boltinn ekki inn og niðurstaðan því markalaust jafntefli.
Í hinum leiknum í riðli Íslands vann Frakkland tveggja marka sigur á Sviss og er franska liðið með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir á toppi riðilsins. Noregur er í öðru sæti með fjögur stig, Ísland er með tvö stig og Sviss með eitt stig.
Íslenska liðið mætir næst Sviss á Þróttarvelli þriðjudaginn 8. apríl klukkan 16:45.
Miðasala er enn í fullum gangi, hægt er að tryggja sér miða hér.