Valmynd
Flýtileiðir
11. september 2007
Íslenska karlalandsliðið U21 lék í dag við Belga í undankeppni EM 2009. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leiknum og eru Íslendingar því með 2 stig eftir 3 leiki í riðlinum.
Það var hart barist á þessum leik eins og oft áður á Akranesi en mörkin létu á sér standa. Nokkuð jafnræði var í leiknum en það var íslenska liðið sem fékk opnari marktækifæri og voru óheppnir að landa ekki öllum þremur stigunum.
Næsti leikur Íslendinga í riðlinum er gegn Austurríkismönnum en sá leikur er hér á landi 16. október.
