Valmynd
Flýtileiðir
27. janúar 2026
Miðasala á leik A kvenna gegn Englandi í mars hefst fimmtudaginn 29. janúar kl. 12:00.
Leikurinn fer fram laugardaginn 7. mars á City Ground í Nottingham og hefst leikurinn kl. 12:30 að staðartíma.
Hlekk á miðasöluna má finna hér að neðan:
Til að geta keypt miða á leikinn þurfa miðakaupendur að stofna sinn eigin aðgang á miðasöluvefnum. Nauðsynlegt er að sá aðgangur sé uppfærður með réttu heimilisfangi miðakaupenda, þ.á.m. í hvaða landi það býr.
Hægt er að kaupa 8 miða í einu.