Verslun
Leit
Landslið
Eiður Smári leikur á varnarmann Suður-Afríku
sudafr_3930net

Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur,  hefst kl. 12:00 í dag, þriðjudag.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 6. september kl. 18:05.  Hægt er að kaupa miða á netinu og verslunum Skífunnar og BT-tölva.

Notast er við nýtt miðasölukerfi sem reynt var í fyrsta skipti í vináttulandsleiknum gegn Spáni og reyndist vel.  Hægt er að kaupa miða á www.midi.is, í verslunum Skífunnar hér á höfuðborgarsvæðinu og verslunum BT-tölva á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi.