Verslun
Leit
Miðasala á leik Þýskalands og Íslands
Landslið
A kvenna

Mynd - Hulda Margrét Óladóttir

Miðasala á leik Þýskalands og Íslands í undankeppni EM 2025 er hafin.

Leikurinn fer fram þriðjudaginn 9. apríl á Tivoli í Aachen. Hægt er að nálgast miðasöluna hér að neðan.

Miðasala

Um er að ræða annan leik liðanna í undankeppni EM 2025, en Ísland mætir Póllandi á Kópavogsvelli í fyrsta leik sínum á meðan Þjóðverjar heimsækja Austurríki.