Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Skotlands í undankeppni fyrir HM 2010 en þetta er fyrsti heimaleikur Íslands í keppninni. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 10. september og hefst kl. 18:30.
Búast má við góðri aðsókn á leikinn gegn Skotlandi enda hafa landsleikir þessara þjóða jafnan verið jafnir og spennandi. Þá er einnig von á fjölmörgum Skotum hér til lands á leikinn til þess að styðja sína menn og setja þeir jafnan skemmtilegt yfirbragð á leikina.
Miðsala er einnig í fullum gangi á Noreg - Ísland en sá leikur fer fram í Osló, laugardaginn 6. september og er fyrsti leikur Íslands í undankeppninni
Forsala til og með 9. september
Miðaverð á leikdag 10. september
Miðasala fer fram í miðasölukerfi frá midi.is
Börn 16 ára og yngri fá miðana með 50% afslætti.
Að kaupum loknum fær kaupandinn sendan e-miða (pdf skjal) í tölvupósti, sem hægt er að prenta út og nota sem aðgöngumiða á völlinn.
