A landslið karla leikur tvo leiki í undankeppni HM 2026 í nóvember – útileiki gegn Aserbaísjan í Bakú 13.11 og gegn Úkraínu í Varsjá 16.11.
KSÍ minnir á að stuðningsmönnum íslenska liðsins stendur til boða að kaupa miða á leikina. Knattspyrnusambönd mótherjanna stjórna og bera ábyrgð á miðasölu á sína heimaleiki. Í báðum tilfellum er um að ræða miða í frátekið svæði stuðningsmanna Íslands (eitt verð per leik, enginn barnaafsláttur).
Aserbaísjan – Ísland
Stuðningsmönnum sem hafa áhuga á að kaupa miða á leikinn við Aserbaísjan er boðið að senda tölvupóst á midasala@ksi.is með nauðsynlegum upplýsingum (nafn kaupanda, fjöldi miða, tölvupóstfang, símanúmer).
Úkraína – Ísland
Sala aðgöngumiða til stuðningsmanna Íslands fer fram í gegnum miðasöluvef KSÍ. Smellið hér að neðan til að kaupa miða. Miðarnir sem eru til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins eru í hólfi 121 (sjá yfirlitsmynd).