Verslun
Leit
Landslið

U17 landslið kvenna hafnaði í 8. sæti á Opna Norðurlandamótinu eftir 2-3 tap gegn Dönum í leik um 7. - 8. sætið, sem fram fór á sunnudag. Harpa Þorsteinsdóttir kom Íslandi yfir á fyrstu mínútu leiksins, en Danir svöruðu með tveimur mörkum áður en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin. Sigurmark Dana kom síðan undir lok leiksins.