Verslun
Leit
A kvenna - Ísland mætir Portúgal í umspili fyrir HM 2023
Landslið
A kvenna
EM 2025

Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, með stuðningi Færeyja og Íslands - hafa lagt inn umsókn til Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) um að halda lokakeppni EM A landsliða kvenna á Norðurlöndunum 2025.  Umsóknin hefur verið í undirbúningi í fjögur ár og hafa öll Norðurlöndin unnið ötullega saman að henni. 

Í umsókninni kemur fram að leikið yrði í átta borgum (í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð) og að úrslitaleikurinn yrði leikinn á Friends Arena í Stokkhólmi, sem tekur 50.000 áhorfendur og er stærsti leikvangurinn á Norðurlöndunum.  Markmiðið er að selja 800.000 miða alls á leiki keppninnar.

Umsóknir hafa ennig borist UEFA frá Frakklandi, Póllandi og Sviss,og mun ákvörðun UEFA liggja fyrir þann 25. janúar 2023.

Nánar má lesa um umsóknina á vefsíðum knattspyrnusambandanna fjögurra.

Danmörk

Finnland

Noregur

Svíþjóð