Icelandair, sem hefur verið traustur bakhjarl KSÍ undanfarin ár, hefur sett upp pakkaferð á leik Íslands gegn Úkraínu sem fram fer í Póllandi þriðjudaginn 26. mars.
Innifalið í pakkaferð er flug báðar leiðir, rúta frá flugvelli í miðbæ Wroclaw við komu, og rúta frá leikvangi á flugvöll að leik loknum.
26. mars:
Athugið að sætaframboð er takmarkað
Verð á mann 89.000. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá flugvelli og miði á leikinn
Þetta verður sannkölluð stemningssamkoma. Áfram Ísland
Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
Mikilvægt:
Viðkomandi ferð er háð lágmarksþáttöku. Lágmarksþátttaka er 130 manns og verður að nást fyrir miðnætti á laugardaginn, 23. mars. Þeir sem hafa bókað ferðina fyrir þann tíma fá skilaboð á laugardagskvöldið um hvort ferðin verði farin eða ekki, allt eftir þátttöku.
Við hvetjum því áhugasama um að bóka sig sem allra fyrst til að hjálpa til við að ná lágmarksfjölda og forðast aflýsingu.
Verði ferðinni aflýst mun Icelandair endurgreiða einstaklingum að fullu eins fljótt og auðið er.
Fyrir frekari fyrirspurnir eða upplýsingar, vinsamlegast hikaðu ekki við að hafa samband á events@icelandair.is
Smelltu hér til að bóka miða á leik Íslands gegn Úkraínu í Póllandi