Verslun
Leit
Pinatar Cup meistarar 2023
Landslið
A kvenna

A landslið kvenna eru Pinatar Cup meistarar árið 2023 eftir 5-0 stórsigur gegn Filippseyjum.

Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði tvö fyrstu mörk Íslands sem voru einnig hennar fyrstu mörk fyrir landsliðið. Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Hlín Eiríksdóttir skoruðu eitt mark hver.

Ísland endaði mótið með sjö stig eftir sigur gegn Skotlandi og Filippseyjum og jafntefli gegn Wales.

Pinatar Cup 2023