Verslun
Leit
Landslið
Sæti í úrslitakeppninni í höfn
U17_karla_-_Eftir_leik

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla sem fram fer í Belgíu.  Leikirnir fara fram dagana 2. - 13. maí.  Fimm efstu þjóðirnar tryggja sér sæti á HM 2007 í Suður Kóreu.

Riðlarnir eru eftirfarandi:

A - riðill

Ísland

Belgía

England

Holland

B - riðill

Frakkland

Spánn

Þýskaland

Úkraína

Fyrsti leikur Íslendinga í riðlinum verður gegn Englendingum 2. maí.  Leikið verður gegn Hollandi 4. maí og loks gestgjafa Belga, 7. maí.

Eurosport mun sýna helming leikja mótsins í beinni útsendingu en margir hafa aðgang að þeirri stöð hér á landi.