Verslun
Leit
Rútuferðir frá Rotherham til Manchester - Takmarkaður fjöldi sæta
Landslið
A kvenna
EM 2022

Íslenska sendiráðið í London og KSÍ hafa í sameiningu ákveðið að bjóða upp á rútuferðir frá Rotherham til Manchester að loknum leik Íslands og Frakklands á EM 2022.

Hægt er að skrá sig í rútuna í gegnum formið undir hlekknum hér neðst í greininni - athugið að fjöldi sæta er takmarkaður.

Verð pr. sæti er 4.000 krónur og verður skráningin virk um leið og upphæðin hefur verið millifærð inn á reikning (sjá nánar undir hlekk). Kvittun fyrir greiðslu tryggir sæti í rútu.

MIKILVÆGT

Brottfararstaður á rútum verður tilkynntur á Facebook síðu KSÍ (@footballiceland) þegar nær dregur. Áætlað er að rútur fari af stað c.a. 30 mínútum eftir lokaflaut og því er mikilvægt að fólk fari sem fyrst eftir lokaflaut leiksins á brottfararstað.

Skráningarhlekkur