Verslun
Leit
Seinni leikurinn við Íra á þriðjudag
Landslið
A kvenna

A landslið kvenna mætir Írlandi vináttuleik á Laugardalsvelli á þriðjudag kl. 17:00. Liðin mættust á sama stað síðastliðinn föstudag þar sem íslenska liðið hafði betur 3-2 að viðstöddum tæplega fimm hundruð áhorfendum.  Ísland hafði þriggja marka forystu í hálfleik, en írska liðið minnkaði muninn í þeim síðari.  Þetta var sjötta viðureign liðanna og hefur Ísland nú unnið þrjá sigra og þremur leikjum hefur lokið með jafntefli.

Fyrri viðureignir

Miðasala á leikinn er í fullum gangi á Tix.is og er leikurinn jafnframt sýndur beint á Stöð 2 sport.  

Miðasalan á leikinn

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.