Verslun
Leit
U17 kvenna - Ísland mætir Ítalíu á þriðjudag
Landslið
U16 kvenna

U16 landslið kvenna hafnaði í 5. sæti á Opna Norðurlandamótinu í ár eftir 3-2 sigur gegn Finnlandi í leik um sætið.  Emelía Óskarsdóttir gerði tvö mörk í leiknum og Margrét Brynja Kristinsdóttir gerði eitt mark.

Emelía gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Finnar jöfnuðu metin fimm mínútum síðar.  Íslenska liðið náði síðan tveggja marka forystu með mörkum frá Margréti Brynju á 70. mínútu og öðru marki Emelíu á 87. mínútu úr vítaspyrnu, áður en finnska liðið minnkaði muninn í uppbótartíma.